fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Hjaltlandseyjar vilja kanna möguleikana á sjálfstæði frá Skotlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 16. september 2020 22:00

Lerwick er fjölmennasti bær eyjanna. Mynd:Wikimedia Commons/swifant

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fulltrúaþing Hjaltlandseyja hefur samþykkt að kanna hvernig eyjurnar geti öðlast fjárhagslegt og pólitískt sjálfstæði frá Skotlandi. 18 greiddu atkvæði með tillögunni en tveir voru á móti. Aðalrökin fyrir þessu eru að sögn að Skoski þjóðarflokkurinn, sem fer með völd í Skotlandi, hefur skorið niður fjárframlög til eyjanna og gert stjórnsýsluna miðlægari.

Sky skýrir frá þessu. Haft er eftir Steven Coutts, formanni fulltrúaþingsins, að „kyrrstöðuástandið virki ekki“ og að sérstök lög um eyjurnar hafi ekki haft nein sýnileg áhrif á lífsgæðin þar. Hann sagði einnig að skoska þingið sé mjög fjarlægt eyjunum en þar búa um 23.000 manns.

Ætlunin er að skoða hvort eyjurnar geti verið með sömu stöðu og til dæmis Jersey og Isle of Man sem hafa stöðu sem nefnist „Crown Dependency“ en það felur í sér að fulltrúi drottningarinnar hefur stöðu þjóðhöfðingja en eyjurnar eru með eigið þing, ríkisstjórn og forsætisráðherra. Þingið setur lög nema hvað breska ríkisstjórnin fer með utanríkis- og varnarmál. Breska ríkisstjórnin hefur hins vegar engin völd á eyjunum nema stjórn heimamanna óski eftir íhlutun frá Lundúnum.

Ef Hjaltlandseyjar myndu fá slíka stöðu þýðir það að eyjurnar munu halda eftir fjárhagslegum ávinningi  af olíuvinnslu í lögsögu þeirra en það myndi hafa mjög neikvæð áhrif á Skotland.

Ef eyjaskeggjar vilja sjálfstæði þá verður að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það á eyjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?