Hún tísti um þetta á Twitter og sakaði safnið um tvískinnung hvað varðar siðferði því á safninu eru til sýnis nokkur af þekktustu nektarmálverkum heims. CNN skýrir frá þessu.
Lettre ouverte @MuseeOrsay
Ci-joint la robe de la discorde (photo prise quatre heures plus tôt) pic.twitter.com/FTIXQKsdRZ
— Tô’ (@jeavnne) September 9, 2020
Jeanne birti mynd af sér í umræddum kjól á Facebook og skrifaði við:
„Kjólinn sem deilurnar risu út af. Myndin er tekin fjórum klukkustundum síðar.“
Hún bætti síðan við:
„Ég náði ekki einu sinni að sýna miðann minn því brjóstin mín og útlit fóru svo illa í vörðinn. Um hríð vissi ég ekki einu sinni að það var kjóllinn minn sem var vandamálið. Öryggisvörður kom svo og sagði að klæðnaður minn bryti gegn reglum safnsins.“
Á Twitter skrifaði hún síðan:
„Ég er ekki bara brjóstin. Ég er ekki bara líkami. Tvöfalt siðgæði ykkar á ekki að koma í veg fyrir aðgengi mitt að menningu og þekkingu.“
Safnið brást fljótlega við þessu á Twitter og baðst afsökunar á að Jeanne hafi verið meinaður aðgangur.
„Athygli okkar hefur verið vakin á því að safngesti var meinaður aðgangur. Við biðjumst innilegrar afsökunar á þessu og hörmum þetta. Við höfum haft samband við viðkomandi.“