Veðurstofan segir að vindur, í norðurhluta vesturstrandarinnar í Oregon, auk mikils hita og þurrka hafi valdið því hversu öflugir skógareldarnir eru þessar vikurnar. Auk Oregon glíma íbúar í Washington og Kaliforníu við skógarelda.
Á laugardaginn var loftið rakara en það hefur verið um langa hríð en í gær breyttist það aftur og varð þurrt og fylgdu vindhviður sem mældust allt að 60 km/klst. BBC skýrir frá þessu. Segir miðillinn að tugir þúsunda hafi þurft að yfirgefa heimili sín og að 33 hafi látist í eldunum.
NPR hefur eftir embættismanni almannavarna í Oregon að ríkið þurfi að undirbúa sig undir „fjöldadauðsföll“