fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Aldrei hafa fleiri COVID-19 smit greinst á einum sólarhring

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 14. september 2020 06:59

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá laugardegi til sunnudags greindust 307.930 manns með kórónuveiruna sem veldur COVID-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO skýrir frá þessu. Þetta er dapurt met því aldrei áður hafa svo margir greinst með veiruna á einum sólarhring.

Samkvæmt tölum frá WHO voru flest smitin á Indlandi, Bandaríkjum og Brasilíu. Á þessum sama sólarhring voru skráð 5.537 dauðsföll af völdum COVID-19. Þar með hafa alls 917.417 látist af völdum veirunnar.

Á þessum sólarhring voru 94.372 smit staðfest á Indlandi, 45.523 í Bandaríkjunum og 43. 718 í Brasilíu. Í Bandaríkjunum og á Indlandi létust rúmlega 1.000, í hvoru landi, af völdum veirunnar og í Brasilíu létust 874.

Fyrra metið í fjölda smita var sett þann 6. september en þá voru staðfest smit 306.857. Flest dauðsföll á einum sólarhring voru 17. apríl en þá létust 12. 430 af völdum veirunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína

Dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða 15 ára fyrrum unnustu sína
Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Graður höfrungur hrellir Japani

Graður höfrungur hrellir Japani
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?

Af hverju gerðu víkingarnir Norður-Ameríku ekki að nýlendu sinni?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki