Þetta er stærsta hitasveiflan í borginni frá 1971 og sú fjórða stærsta frá upphafi mælinga 1872. Metið er einmitt frá 1872 en þá féll hitinn um 37 gráður dag einn í janúar.
Íbúar í Montana, Wyoming og Utah fengu einnig að finna fyrir vetri konungi þegar lægð kom úr norðri og yfir ríkin. Í Klettafjöllum og við fætur fjallgarðsins var einnig mjög hvasst og þar snjóaði. Í hlutum Wyoming og Colorado var bylur á þriðjudaginn og féllu allt að 20 sm af snjó.