Hvíthákarlar nútímans eru engin smásmíði en forfeður þeirra voru enn stærri. En sumir heillast af þeim og einn þeirra er Jack Cooper, fornleifafræðingur hjá University of Bristol, sem hefur ásamt fleirum rannsakað stærð forfeðra hvíthákarlsins en þeir nefnast megalodon. The Guardian skýrir frá þessu.
Fram að þessu hafði aðeins verið giskað á lengd megalodon en fyrrnefndur rannsóknarhópur hefur nú skorið úr um lengd þessara dýra með því að nota ýmsar reikningsaðferðir og samanburð við núlifandi ættingja tegundarinnar.
Megalodon voru uppi fyrir 23 til 30 milljónum ára síðan. Tegundin komst nýlega í „sviðsljósið“ eftir að hún kom við sögu í Hollywoodmyndinni The Meg. Rétt er að taka fram að þótt hákarlinn í henni sé mun stærri en sá í Jaws þá verður The Meg væntanlega ekki talið álíka meistaraverk og Jaws.
Niðurstaða vísindamannanna bendir til að megalodon hafi verið 16 metrar á lengd og höfuðið hafi verið um 4,65 metrar, bakugginn hafi verið 1,62 og sporðurinn 3,85 metrar. Höfuð megalodon voru því stærri en meðalhvíthákarlar nútímans.