fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Svona stórir voru forfeður hvíthákarla

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 15:30

Líkian af megalodon í þýskum skemmtigarði. Mynd:EPA/CHRISTOPH SCHMIDT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert ein/n þeirra sem hryllir við hvíthákarlinum í Jaws og getur ekki annað en hugsað til hans í hvert sinn sem þú ferð á ströndina þá ættirðu kannski ekki að lesa lengra. Hér verður nefnilega fjallað um forföður hvíthákarlsins og stærð hans.

Hvíthákarlar nútímans eru engin smásmíði en forfeður þeirra voru enn stærri. En sumir heillast af þeim og einn þeirra er Jack Cooper, fornleifafræðingur hjá University of Bristol, sem hefur ásamt fleirum rannsakað stærð forfeðra hvíthákarlsins en þeir nefnast megalodon. The Guardian skýrir frá þessu.

Fram að þessu hafði aðeins verið giskað á lengd megalodon en fyrrnefndur rannsóknarhópur hefur nú skorið úr um lengd þessara dýra með því að nota ýmsar reikningsaðferðir og samanburð við núlifandi ættingja tegundarinnar.

Megalodon voru uppi fyrir 23 til 30 milljónum ára síðan. Tegundin komst nýlega í „sviðsljósið“ eftir að hún kom við sögu í Hollywoodmyndinni The Meg. Rétt er að taka fram að þótt hákarlinn í henni sé mun stærri en sá í Jaws þá verður The Meg væntanlega ekki talið álíka meistaraverk og Jaws.

Niðurstaða vísindamannanna bendir til að megalodon hafi verið 16 metrar á lengd og höfuðið hafi verið um 4,65 metrar, bakugginn hafi verið 1,62 og sporðurinn 3,85 metrar. Höfuð megalodon voru því stærri en meðalhvíthákarlar nútímans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu
Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“