fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Mafíuleiðtogi brjálaðist í fangaklefanum – Beit fingur af fangaverði og borðaði hann

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. september 2020 21:30

Guiseppe Fanara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalski mafíuleiðtoginn Guiseppe Fanara, sem er sextugur, afplánar nú lífstíðarfangelsisdóm í Rebibbia-fangelsinu í Róm. Þar hefur hann setið í níu ár. Hann afplánar samkvæmt sérstöku ákvæði um afplánun refsinga. Þetta ákvæði sviptir hann þeim réttindum sem fangar njóta venjulega og hann er í einangrun.

Ákvæðinu er aðallega beitt í alvarlegum málum tengdum mafíunni en einnig í málum afbrotamanna sem teljast mjög hættulegir og verða að vera í einangrun til að koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram að stýra brotastarfsemi úr fangelsinu.

Í júní brjálaðist Fanara, þegar fangaverðir komu til að skoða klefa hans, og réðst á sjö þeirra að sögn ítalska dagblaðsins Il Messager. Hann er sagður hafa bitið fingur af einum þeirra og fannst fingurinn ekki. Er því gengið út frá því að hann hafi borðað fingurinn. Um var að ræða litla fingur hægri handar.

Í kjölfarið var Fanara fluttur í öryggisfangelsið Sassari á Sardiníu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin

Var sakaður um hryllilegan glæp skömmu eftir að þessi mynd var tekin
Pressan
Í gær

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn

Lögreglan fann 26 nakta karlmenn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu

Svörtu kassarnir hættu að taka upp 4 mínútum fyrir brotlendingu flugvélar í Suður-Kóreu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“

Kærastinn sýknaður í hrollvekjandi máli – „Ryan Wellings drap mig“