fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Segir að Trump sé ekki að grínast – Hann vilji vera einvaldur í Bandaríkjunum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 05:38

Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michael Cohen, fyrrum lögmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, var í viðtali við CNN á miðvikudagskvöldið. Hann sagði þá að Trump væri ekki að grínast þegar hann viðraði hugmyndir um að reyna að sitja lengur á forsetastóli en tvö kjörtímabil.

„Donald Trump telur að hann eigi að vera stjórnandinn – einvaldur í Bandaríkjunum. Hann horfir til þess að breyta stjórnarskránni. Þegar Donald Trump grínast með 12 ár til viðbótar . . . er hann ekki að grínast. Donald Trump hefur engan húmor,“

sagði Cohen í spjalli við Don Lemon í þættinum CNN Tonight.

„Ég vil að þið skiljið að þegar hann talar um 12 ár til viðbótar, ef hann sigrar mun hann sjálfkrafa á fyrsta degi byrja að hugsa um hvernig hann getur breytt stjórnarskránni til að geta setið í þrjú kjörtímabil, síðan fjögur, eins og hann sagði við XI Kínaforseta og eins og hann hefur sagt við svo marga aðra. Þetta er ástæðan fyrir aðdáun hans á Kim Jong Un‘um heimsins,“

sagði Cohen.

Trump á á brattann að sækja í kosningabaráttunni ef miða má við niðurstöður skoðanakannana en það hefur ekki haldið aftur af honum að viðra hugmyndina um að sitja á forsetastóli í þrjú kjörtímabil en um leið hefur hann reynt að sá efasemdum um framkvæmd kosninganna í nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið