fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuþrjótar hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi 200 bandaríska samtaka sem tengjast forseta- og þingkosningunum í haust. Auk þeirra hafa kínverskir og íranskir tölvuþrjótar reynt að brjótast inn í tölvukerfin.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Microsoft sendi frá sér í gær.

„Þær aðgerðir, sem við skýrum frá í dag, sýna greinilega að erlendir hópar hafa aukið tilraunir sínar í tengslum við kosningabaráttuna,“

segir í tilkynningunni.

Fram kemur að hópur rússneskra tölvuþrjóta, sem stóð að baki stórrar árásar á tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016, hafi gert stórar árásir að undanförnu. Um er að ræða hópinn Fancy Bear sem er einnig þekktur sem Strontium eða ATP28.

Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að hópnum sé stýrt af leyniþjónustu rússneska hersins.

Að þessu sinni hefur hópurinn beint spjótum sínum að bæði Demókrötum og Repúblikönum og ráðgjöfum sem starfa fyrir flokkana og einstaka frambjóðendur. Microsoft segir að hópurinn hafi ráðist á 200 aðila að undanförnu, margir þeirra tengjast kosningunum beint eða óbeint.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Pressan
Í gær

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Í gær

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu

Telur þetta sanna aðkomu einræðisherrans að mjög umfangsmikilli dópframleiðslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 6 dögum

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin

Óhugnanlegur öryggisbrestur – Mörg hundruð sýni af banvænum veirum horfin
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð

Segist hafa fengið klamýdíu af tæki í líkamsræktarstöð