fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Rússar, Kínverjar og Íranar gera tölvuárásir á kosningaframboð Biden og Trump

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 09:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir tölvuþrjótar hafa reynt að brjótast inn í tölvukerfi 200 bandaríska samtaka sem tengjast forseta- og þingkosningunum í haust. Auk þeirra hafa kínverskir og íranskir tölvuþrjótar reynt að brjótast inn í tölvukerfin.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Microsoft sendi frá sér í gær.

„Þær aðgerðir, sem við skýrum frá í dag, sýna greinilega að erlendir hópar hafa aukið tilraunir sínar í tengslum við kosningabaráttuna,“

segir í tilkynningunni.

Fram kemur að hópur rússneskra tölvuþrjóta, sem stóð að baki stórrar árásar á tölvukerfi Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar 2016, hafi gert stórar árásir að undanförnu. Um er að ræða hópinn Fancy Bear sem er einnig þekktur sem Strontium eða ATP28.

Bandarískar leyniþjónustustofnanir segja að hópnum sé stýrt af leyniþjónustu rússneska hersins.

Að þessu sinni hefur hópurinn beint spjótum sínum að bæði Demókrötum og Repúblikönum og ráðgjöfum sem starfa fyrir flokkana og einstaka frambjóðendur. Microsoft segir að hópurinn hafi ráðist á 200 aðila að undanförnu, margir þeirra tengjast kosningunum beint eða óbeint.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Í gær

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið

Faðir skaut níðing sonar síns til bana í beinni útsendingu – Nú opnar sonurinn sig um málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol

Hentu óvart listaverki eftir Andy Warhol
Pressan
Fyrir 3 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt