fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Miklir eldar í Oregon – Nánast eins og dómsdagur

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 11. september 2020 07:15

Þetta líkist dómsdegi. Mynd: Deborah BLOOM / AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarlegir skógareldar herja nú á Oregon og Washington í Bandaríkjunum. Myndir frá bæði Oregon og norðurhluta Kaliforníu líkjast því helst að dómsdagur sé runninn upp. Gervihnattamyndir af norðvesturhluta Oregon sýna hversu miklir eldarnir eru.

Rúmlega 3.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana í ríkinu en þeir eru að minnsta kosti 48. Talið er að sumir þeirra séu af mannavöldum.

Kate Brown, ríkisstjóri, segir að aldrei áður hafi svo mörg heimili orðið eldum að bráð í ríkinu. Í samtali við Oregon Live hvatti hún íbúa til að vera viðbúna því versta því næstu dagar verði mjög erfiðir. Hún hefur lýst yfir neyðarástandi í öllu ríkinu. Það er í fyrsta sinn sem neyðarástandi er lýst yfir í öllu ríkinu af völdum skógarelda.

„Allt ríkið er eins og eldiviður,“

sagði Brown og benti á að þetta væru mestu eldar í ríkinu í þrjá áratugi.

Þrír, að minnsta kosti, hafa látist af völdum eldanna í Oregon til þessa. 12 ára drengur og amma hans en ekki hafa verið borin kennsl á þriðja fórnarlambið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti