Tölvuþrjótarnir eru sagðir hafa beint spjótum sínum að fyrirtækinu SKDKnickerbocker, sem vinnur við samskiptamál og skipulagningu kosningabaráttunnar, undanfarna tvo mánuði. Fyrirtækið starfar einnig fyrir fleiri demókrata.
Þrjótunum tókst þó ekki að komast í gögn fyrirtækisins en það er sagt vera með mjög góðar varnir gegn tölvuþrjótum.
Ekki er vitað hvort Biden var sjálft skotmark árásanna eða einhverjir aðrir viðskiptavinir fyrirtækisins. Bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa varað við að erlend ríki muni gera tilraunir til að blanda sér í baráttuna fyrir forsetakosningarnar í nóvember. Það var einmitt það sem Rússar gerðu fyrir forsetakosningarnar 2016 þegar þeir stálu miklu magni gagna frá kosningaframboði Hillary Clinton.