fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Risastór og aulaleg mistök

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 06:59

Mörg hundruð þúsund manns mæta á hátíðina. Mynd: EPA/MIKE NELSON

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi aðvörunarorð voru á lofti áður en hið risastóra Sturgis Motorcycle Rally fór fram í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum frá 7. ágúst til 16. ágúst. Um 460.000 mótorhjólamenn og áhugamenn um mótorhjól tóku þátt í hátíðinni. En það voru risastór og aulaleg mistök eins og bent var á áður en hún hófst.

Center for Health Economics & Policy Studies (CHEPS) telur að 250.000 kórónuveirusmit megi rekja beint til hátíðarinnar. Telur CHEPS að þetta muni kosta samfélagið 12 milljarða dollara auk þess sem einhverjir muni látast af völdum veirunnar.

Fyrsta dauðsfallið, sem tengist hátíðinni, varð þann 3. september. Þá lést sextugur mótorhjólamaður. Washington Post skýrir frá þessu og hefur eftir Kris Ehresmann forstjóra smitsjúkdómadeildar heilbrigðisráðuneytis Minnesota. Haft er eftir honum að óttast sé að smit hafi borist frá hátíðinni um öll Bandaríkin. Mótorhjólamenn frá 61% sveitarfélaga landsins tóku þátt í henni.

Yfirvöld hafa ekki gripið til neinna aðgerða í Suður-Dakóta í heimsfaraldrinum, það þarf því ekki að nota andlitsgrímur og það eru engar takmarkanir á fjölda þeirra sem mega safnast saman. Kristi Noem, ríkisstjóri, veitti heimild til að mótorhjólahátíðin færi fram en þetta var í átttugasta skipti sem hún fór fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum

Þessi slæmi morgunvani getur aukið líkurnar á elliglöpum
Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 4 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi