fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Orðrómurinn um kassann hefur lifað í 130 ár – Nú er loksins búið að opna hann

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 05:42

Umræddur kassi. Mynd:Verviers.be

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan á nítjándu öld, eða í 130 ár, gekk orðrómur um að í belgíska bænum Vervier væri dularfullur málmkassi falinn í David gosbrunninum.  Þegar endurbætur voru gerðar á gosbrunninum nýlega kom í ljós, mörgum að óvörum, að orðrómurinn átti við rök að styðjast.

BBC segir að verkamenn hafi fundið kassann þann 20. ágúst í holum steini. Gosbrunnurinn ber nafn Pierre David sem var fyrsti bæjarstjóri bæjarins eftir belgísku byltinguna. Þegar hann lést 1839 gaf hann bænum hjarta sitt og það í bókstaflegri merkingu.

Á heimasíðu bæjarins kemur fram að „ótrúleg uppgötvun hafi verið gerð í miðjum gosbrunninum“.

Á kassanum stóð: „Hjarta Pierre David var komið fyrir í minnismerkinu 25. júní 1883.“

Maxime Degey, yfirmaður framkvæmda hjá bænum, sagði í samtali við The Times að þjóðsagan hafi reynst eiga við rök að styðjast.

Pierre David lést 68 ára að aldri þegar hann datt niður af háaloftinu heima hjá sér. Hann var að sögn elskaður og dáður af bæjarbúum. Þeir eru sagðir hafa verið óhuggandi og hafi hrundið fjársöfnun af stað til að reisa minnismerki um hann. Með samþykki fjölskyldu hans var hjarta hans tekið úr líkinu svo það gæti orðið hluti af minnismerkinu. Það tók síðan tugi ára að safna nægu fé fyrir minnismerkinu og langan tíma tók að ákveða hvar það ætti að vera. Að lokum varð Place Verte fyrir valinu og þar var stór gosbrunnur reistur með styttu af Pierre David. Kassanum var síðan komið fyrir í honum.

Kassinn og hjartað verða framvegis til sýnis í listasafni bæjarins þar sem hinir 55.000 íbúar hans og ef til vill aðrir geta séð það sem „allir“ töluðu um í 130 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá