fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Fundu risastóran gíg í Síberíu – Gríðarleg öfl að verki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. september 2020 18:00

Einn af gígunum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega fundu sjónvarpsmenn, sem flugu yfir Yamalskagann í Síberíu, risastóran gíg. Hann er 50 metra djúpur og 20 metrar í þvermál. Algjör tilviljun réði því að hann uppgötvaðist. Vísindamenn hafa rannsakað gíginn og segja að gríðarleg öfl hafi verið að verki þegar hann myndaðist.

Siberian Times skýrir frá þessu. Fram kemur að vísindamennirnir telji að um sprengingu neðanjarðar hafi verið að ræða en ekki að loftsteinn hafi skollið til jarðar. Stórir steinar og ísblokkir skutust mörg hundruð metra frá gígnum við sprenginguna.

Ástæðu sprengingarinnar er að finna djúpt niðri í sífreranum sem er undir stórum hluta Síberíu. Samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla þá hefur holrými myndast undir yfirborðinu og það fyllst af gasi. Síðan hefur orðið svo mikill þrýstingur að yfirborð hefur þanist út og að lokum varð sprenging.

Gígar sem þessir myndast venjulega á afskekktum og óbyggðum svæðum og því er sjaldgæft að eftir því sé tekið að sprengingar verði. Það eru yfirleitt tilviljanir sem valda því að gígarnir uppgötvast.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Í gær

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum

Norðmenn auka hamfaraviðbúnað sinn – Byggja neyðarrými og koma sér upp kornbirgðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup

Samkynhneigðir karlar mega verða prestar en verða að stunda skírlífi segir biskup
Pressan
Fyrir 3 dögum

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi

Arfleiddi lítinn franskan bæ að 10 milljónum evra – Kom aldrei þangað í lifanda lífi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump birtir gervisamtal við Obama

Trump birtir gervisamtal við Obama
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið

Þingkona sökuð um vanþekkingu eftir galna færslu – Beðin um að halda sig við sitt eigið sérsvið