„Þetta mun svo sannarlega gilda um forsetann þegar þetta tekur gildi og þetta mun gilda fyrir alla,“
sagði hann.
Zuckerberg sagðist hafa áhyggjur af þeim áskorunum sem kjósendur standa frammi fyrir í tengslum við kosningarnar, ekki síst vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar sem mun hafa þau áhrif að margir munu kjósa bréfleiðis.
„Ég hef áhyggjur af að þjóðin okkar sé svo klofin og að það geti hugsanlega liðið vikur þar til kosningaúrslitin liggja fyrir og að það muni auka hættuna á óróleika um allt land,“
sagði hann.
Auk þess að banna pólitískar auglýsingar mun Facebook setja sérstakar merkingar við færslur frambjóðenda eða framboða sem reyna að lýsa yfir sigri áður en niðurstöður liggja opinberlega fyrir.