Þegar fundurinn hafði staðið yfir í nokkra stund gekk hann að tölvunni til að slökkva á myndavélinni og þar með gera hlé á þátttöku sinni í fundinum. Þetta sáu auðvitað hinir fundarmennirnir, sem sátu með andlitsgrímur á, víða um héraðið og ræddu málin á Zoom.
Þegar Estil hélt að hann væri búinn að slökkva á myndavélinni gekk hann að ritara sínum, sem einnig tók þátt í fundinum, tók sér stöðu fyrir aftan hana og síðan stunduðu þau kynlíf. En Estil hafði mistekist að slökkva á myndavélinni svo aðrir fundarmenn sáu hvað fór fram og einn þeirra tók þetta upp. Að kynlífinu loknu hysjaði Estil buxurnar upp um sig og gekk að tölvunni til að kveikja á myndavélinni á nýjan leik. Inquirer skýrir frá þessu.
Upptakan endaði á netinu og fréttamaðurinn Erwin Tulfo komst yfir hana og sýndi í þætti sínum „Tutok Tulfo“. Óhætt er að segja að áhorfendur hafi verið mjög ósáttir við Estil og yfirvöldum bárust fjölmargar kvartanir frá íbúum í heimabæ hans, Fatima Dos, yfir að hann hefði brotið gegn skyldum sínum.
Það bætir ekki úr skák að Estil og ritarinn eru bæði gift en ekki hvort öðru!
Innanríkisráðuneytið komst í málið og var Estil sviptur embætti vegna „siðferðisbrests“ eins og fulltrúi ráðuneytisins sagði.