fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Telja að blóðþyrstur Kim Jong-un gæti látið myrða systur sína

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 05:40

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Yo-jong, systir Kim Jong-un einræðisherra í Norður-Kóreu, hefur ekki sést opinberlega síðan í lok júlí. Þetta hefur vakið upp vangaveltur um hvort hún sé talin ógn við bróður sinn sem hefur fram að þessu ekki hikað við að ryðja andstæðingum sínum og keppinautum úr vegi.

Ekki er langt síðan skýrt var frá því að Yo-jong hafi fengið aukin völd vegna meints heilsuleysis bróður hennar. Hún hefur verið nokkuð áberandi á árinu, meira en áður, á sama tíma og bróðir hennar hefur látið lítið fyrir sér fara en talið er að hann glími við heilsubrest.

Jong-un hefur birst á nokkrum myndum frá fréttastofu einræðisríkisins að undanförnu ásamt háttsettum herforingjum en systir hans er hvergi sjáanleg á myndunum. Hún hefur lengi verið sögð vera „næstráðandi“ hans og það hefur nú vakið upp vangaveltur um hvort Jong-un telji sér nú stafa ógn af henni.

Nam Sung-wook, prófessor í Suður-Kóreu, sagði í samtali við The Chosun Ilbo að fram að þessu hafi fólk verið svipt völdum um leið og það hafi verið sagt vera næstráðendur í Norður-Kóreu. Það sé einhverskonar jafnvægi sem ríki og það gildi jafnvel um fjölskyldumeðlimi á borð vi Kim Yo-jong. Hann sagði þó einnig hugsanlegt að hún hafi dregið sig hlé að eigin frumkvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans