fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Rúmlega sex milljónir kórónuveirusmita í Bandaríkjunum – Ein milljón á einni viku

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 07:30

Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hafa rúmlega sex milljónir kórónuveirusmita verið staðfest í Bandaríkjunum. í gær voru staðfest smit orðin sex milljónir og sex þúsund miðað við tölur Johns Hopkins háskólans. 183.203 dauðsföll höfðu þá verið skráð af völdum veirunnar.

Sky skýrir frá þessu. Bandaríkin hafa verið í efsta sæti hins dapurlega lista yfir flest tilfelli síðustu vikur en Brasilía er í öðru sæti með tæplega 3,9 milljónir staðfestra smita og rúmlega 120.000 dauðsföll.

Sky segir að sérfræðingar í Bandaríkjunum telji að smit þar í landi sé miklu fleiri en þessar tölur segja til um og að allt að 10 manns geti verið smitaðir miðað við hvert staðfest smit. Ástæðan er takmörkuð geta til sýnatöku og rannsókna og fjöldi tilfella þar sem einkennin eru væg og/eða hafa ekki verið staðfest með sýnatöku.

Margir Bandaríkjamenn hafa þverskallast við að nota andlitsgrímur og stunda félagsforðun og er óhætt að segja að það hafi vakið undrun víða um heim hversu illa Bandaríkjamönnum hefur tekist til við að hefta útbreiðslu veirunnar.

Í ræðu, sem Donald Trump flutti á landsþingi Repúblikana á föstudaginn, sagði hann að Bandaríkin væru með ein bestu viðbrögð heims gegn veirunni.

„Bandaríkin eru með einna lægstu dánartíðnina af stórum ríkjum heims. Dánartíðnin í ESB er næstum þrisvar sinnum hærri en hjá okkur. Samanlagt hafa Evrópuríki upplifað 30% meiri aukningu á dánartíðni en Bandaríkin,“

sagði Trump sem hefur átt á brattann að sækja hjá þjóðinni vegna viðbragða hans við faraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra

Seldar mansali og egg tekin úr legi þeirra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína

Kara sakfelld fyrir að myrða tvo unga syni sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“

Dætur Ruby Franke segja uppeldisrás móðurinnar hafa eyðilagt líf þeirra – „Þú ert að selja æsku þína“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn