fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Danadrottning á von á góðri launahækkun

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 1. september 2020 15:10

Margrét er að reykja eftir að hafa verið stórreykingakona í 66 ár.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska ríkisstjórnin lagði fjárlagafrumvarp fyrir árið 2021 fram í gær. Samkvæmt því stefnir í að Margrét Þórhildur II drottning fái ríflega launahækkun. Samkvæmt frumvarpinu á hún að fá 89,3 milljónir danskra króna á næsta ári en það er 1,7 milljónum meira en á þessu ári.

Samkvæmt fréttum danskra fjölmiðla þá eru 1,3 milljónir inni í þessari upphæð sem eru ætlaðar Benedikte prinsessu, systur Margrétar, eftir standa því 88 milljónir handa drottningunni. En drottningin stendur sjálf undir megninu af rekstri hirðarinnar og fara þessir peningar í þann rekstur að mestu leyti.

Á móti þessu kemur að restin af konungsfjölskyldunni fær minna á næsta ári en á þessu ári eða 27,8 milljónir en fékk í ár 29,8 milljónir. Sú lækkun skýrist meðal annars af því að Alexandra greifynja, fyrrum eiginkona Jóakims prins, fær ekki lengur árlegan framfærslueyri upp á 2,6 milljónir króna.

Friðrik krónprins fær 22 milljónir af þessari upphæð, inni í þeirri upphæð eru 2,2 milljónir sem eiginkona hans, Mary krónprinsessa, fær. Friðrik fær 21,6 milljónir í ár og þar af eru 2,2 milljónir eyrnamerktar Mary.

Jóakim prins fær 3,9 milljónir á næsta ári en fær 3,8 á þessu ári. Ingolf greifi, bróðursonur Margrétar, fær 1,9 milljónir á næsta ári en fær 1,8 á þessu ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“

Henni var rænt og hún var grafin lifandi í þrjá daga – „Ég öskraði og öskraði“
Pressan
Í gær

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?

Hvenær var Suðurskautslandið síðast íslaust?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?

Sarah var myrt eftir óhugnanlega Facebook-færslu sína – Hver var hinn seki?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann

Ný veira fannst í Kína – Getur haft áhrif á heilann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna

Morð og glæpir sælgætismannsins vekja enn óhug hálfri öld seinna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar

Heimsins mest einmana tré vantar maka til að geta fjölgað sér – Þar kemur gervigreind til sögunnar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi

Faldi nýfætt barn sitt í morgunkornskassa – Dæmd í ævilangt fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú

Greiða 14 milljarða í bætur eftir ásiglingu á brú