En þrátt fyrir mikinn fjölda smita er dánartíðnin lægri en víða annars staðar. Fram að þessu hafa 9.604 andlát af völdum COVID-19 verið staðfest í Suður-Afríku.
Zweli Mkhize, heilbrigðisráðherra, segir að smitkúrvan sé byrjuð að fletjast út og að fyrstu bylgju faraldursins ljúki hugsanlega í ágúst en hann óttast önnur bylgja sé í uppsiglingu.
„Það er enn hætta á annarri smitbylgju svo smitvarnirnar, sem við höfum tekið upp, verða að gilda áfram.“
Sagði hann að sögn BBC.
Cyril Ramaphosa, forseti landsins, sagði fyrr í vikunni að auk þess að glíma við veiruna þurfi að takast á við það sem hann segir vera „hýenur“ í samfélaginu. Þar á hann við opinbera starfsmenn og fólk úr fjármálageiranum sem reynir að hagnast á faraldrinum með því að koma verði smitvarnarbúnaðar upp úr öllu valdi.
„Tilraunir til að hagnast á þessum hörmungum, sem krefjast mannslífa daglega, er rán.“
Sagði forsetinn við það tækifæri.