Belgía, Holland og Andorra verða nú tekin af græna listanum svokallaða og því lokað fyrir komur ferðamanna frá þessum löndum til Finnlands.
Yfirvöld boða einnig hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu veirunnar og verða þær kynntar í næstu viku. Eins og staðan er núna þá smitar hver sýktur einstaklingur í Finnlandi á milli 1,1 og 1,4 af veirunni að sögn talsmanns heilbrigðisráðuneytisins. Þessi tala má ekki fara yfir 1 ef takast á að halda aftur af útbreiðslu veirunnar.
„Staðan er mjög viðkvæm. Þetta er einhverskonar önnur bylgja sem er hafin. Hvort það verður lítil eða stór bylgja fer eftir hvernig við tökum á málunum.“
Sagði talsmaður heilbrigðisráðuneytisins.