fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Indland er þriðja landið þar sem kórónuveirusmit eru orðin fleiri en tvær milljónir

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 7. ágúst 2020 07:27

Stór hluti íbúa Mumbai hefur smitast af veirunni. Mynd/Wikipedia.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn fjölgar smitum af völdum kórónuveirunnar, sem veldur COVID-19, á Indlandi og er landið þriðja landið þar sem fjöldi staðfestra smita fer yfir tvær milljónir. Í gær greindust 62.500 með veiruna og fór heildartalan þá yfir tvær milljónir. Um 1,4 milljónir manna hafa jafnað sig á veirunni miðað við tölur frá Johns Hopkins háskólanum.

Það eru staðbundnir faraldrar á jaðarsvæðum í landinu sem valda mikilli fjölgun smita þessa dagana. Á þessum svæðum er heilbrigðiskerfið veikt og á erfitt með að takast á við faraldurinn. Smit hafa borist til lítilla bæja og í dreifbýli.

Fyrsta tilfellið í landinu greindist þann 30. janúar að sögn BBC. Þann 17. júlí voru staðfest smit orðin ein milljón, 12 dögum síðar voru þau ein og hálf milljón og níu dögum síðar tvær milljónir. Aðeins í Bandaríkjunum og Brasilíu hafa fleiri smit greinst.

En þrátt fyrir að talan sé há þá er hlutfall smitaðra ekki svo hátt ef miðað er við íbúafjölda eða tæplega 1.500 á hverja milljón landsmanna ef miðað er við opinberar tölur. En það er rétt að hafa þann fyrirvara á að margir sérfræðingar efast um að opinberu tölurnar séu alveg réttar og telja að fjöldi smitaðra geti verið miklu meiri.

Byrjað er að aflétta sumum af þeim hömlum sem voru settar fyrir mörgum vikum til að hefta útbreiðslu faraldursins. Þetta er gert til að koma hjólum efnahagslífsins aftur í gang. En það er einmitt í kjölfar þessara aðgerða sem smitum hefur fjölgað. En lífið er að færast í fyrra horf í höfuðborginni Nýju-Delí og milljónaborginni Mumbai en þar er talið að faraldurinn hafi náð hámarki. Nokkurra vikna gömul rannsókn sýndi að allt að fjórðungur hinna 20 milljón íbúa Mumbai gæti hafa smitast af veirunni. Önnur rannsókn sýndi að rúmlega helmingur íbúa í fátækustu hverfum borgarinnar hafi nú þegar smitast af veirunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?

Getur hjátrúin sagt til um gestakomur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð

Kínverskur njósnari fékk leyfi til að gefa út blaðamannaskírteini í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu

Maðurinn á bak við umdeilda aðferð til að finna ódýrt flug sér ekki eftir neinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”

Forsetafrúin blótaði Elon Musk – „Ég er ekki hrædd við þig, fokkaðu þér Elon Musk”
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“

Rússar hoppandi illir: „Stórt skref í átt að þriðju heimsstyrjöldinni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti