fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:05

Svona lítur veðurkort næstu daga út. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska veðurstofan, DMI, sendi í gær frá sér aðvörun vegna mikils hita sem skellur á Danmörku á hádegi í dag og verður viðvarandi næstu daga. Þetta eru mikil umskipti því danska sumarið hefur verið frekar dapurt fram að þessu, blautt, svalt og vindasamt.

„Ég ræddi við starfsfélaga minn, sem hefur starfað hér jafn lengi og ég, og man hann ekki eftir að við höfum sent svona aðvörun frá okkur áður. Þetta er ekki eitthvað sem við sjáum daglega.“

Sagði Mette Tilgaard Zhang, veðurfræðingur, í samtali við BT.

Í aðvörun DMI kemur fram að hitabylgjan skelli á um hádegisbil í dag og standi yfir fram á þriðjudag hið minnsta. Meðalhitinn getur á sumum svæðum náð meira en 28 gráðum. Á sumum svæðum er spáð allt að 30 stiga hita. Í heildina er reiknað með að meðalhitinn í landinu verði yfir 25 gráðum næstu daga. Samkvæmt skilgreiningu DMI er um hitabylgju að ræða þegar meðalhitinn mælist yfir 25 gráðum þrjá daga í röð.

„Það væri góð hugmynd að drekka nóg, halda sig í skugganum og setja á sig sólarvörn ef maður fer út í sólina. Síðan geta börnin kannski beðið foreldra sína um ís.“

Sagði Zhang einnig.

Mesta hitanum er spáð á vestanverðu Jótlandi, Suður-Jótlandi og vesturhluta Sjálands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga