fbpx
Laugardagur 05.apríl 2025
Pressan

Óvanaleg aðvörun frá dönsku veðurstofunni – „Ekki eitthvað sem við sjáum daglega“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:05

Svona lítur veðurkort næstu daga út. Skjáskot/TV2

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska veðurstofan, DMI, sendi í gær frá sér aðvörun vegna mikils hita sem skellur á Danmörku á hádegi í dag og verður viðvarandi næstu daga. Þetta eru mikil umskipti því danska sumarið hefur verið frekar dapurt fram að þessu, blautt, svalt og vindasamt.

„Ég ræddi við starfsfélaga minn, sem hefur starfað hér jafn lengi og ég, og man hann ekki eftir að við höfum sent svona aðvörun frá okkur áður. Þetta er ekki eitthvað sem við sjáum daglega.“

Sagði Mette Tilgaard Zhang, veðurfræðingur, í samtali við BT.

Í aðvörun DMI kemur fram að hitabylgjan skelli á um hádegisbil í dag og standi yfir fram á þriðjudag hið minnsta. Meðalhitinn getur á sumum svæðum náð meira en 28 gráðum. Á sumum svæðum er spáð allt að 30 stiga hita. Í heildina er reiknað með að meðalhitinn í landinu verði yfir 25 gráðum næstu daga. Samkvæmt skilgreiningu DMI er um hitabylgju að ræða þegar meðalhitinn mælist yfir 25 gráðum þrjá daga í röð.

„Það væri góð hugmynd að drekka nóg, halda sig í skugganum og setja á sig sólarvörn ef maður fer út í sólina. Síðan geta börnin kannski beðið foreldra sína um ís.“

Sagði Zhang einnig.

Mesta hitanum er spáð á vestanverðu Jótlandi, Suður-Jótlandi og vesturhluta Sjálands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða

Afhjúpa sannleikann um hvernig Trump reiknaði út tollana og það hefur ekkert að gera með raunverulega tolla annarra þjóða
Pressan
Í gær

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“

Fékk áfall þegar hún sá hvað eins árs sonur hennar var að borða – „Þegar sonur þinn borðar pabba þinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum

1,5 milljónum mynda lekið frá stefnumótaöppum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni

Spænska lögreglan varar ferðamenn við – Gætið ykkar á 50 evru brellunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið

Gómaði Teslu-skemmdarvarg og lét hann heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““

Varpa upp skýrari mynd af arkitekt dauðans – „Við kölluðum hann „Elsku Rex““
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar

„Breaking Bad“ aðdáandi handtekinn – Tók þættina sér til fyrirmyndar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift

Meðhöfundur Adolescence bregst við „fáránlegri“ kenningu sem Elon Musk hefur dreift