fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Pressan

Lögreglan þrengir að Tom Hagen – Leitar til dómstóla

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. ágúst 2020 07:00

Anne-Elisabeth og Tom Hagen.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þrjá mánuði hefur norska lögreglan neitaði Tom Hagen um aðgang að heimili hans vegna rannsóknar á hvarfi eiginkonu hans, Anne-Elisabeth Hagen, í lok október 2018. Lögreglan hefur ekki í hyggju að hleypa Hagen inn í húsið á næstunni og ætlar hann nú að leita liðsinni dómstóla til að fá aðgang að húsinu.

VG skýrir frá þessu. Haft er eftir Svein Holden, lögmanni Hagen, að málinu verði nú skotið til dómstóla í því skyni að fá haldlagningu lögreglunnar á því aflétt.

„Lögreglan hefur lagt hald á húsið. Hún hefur skýrt okkur frá að hún vilji framlengja haldlagninguna í þrjá mánuði hið minnsta. Það er erfitt fyrir okkur að sjá nauðsyn þess að útiloka Tom Hagen frá eigin heimili í hálft ár, nú þegar meira en hálft annað ár er liðið síðan Anne-Elisabeth Hagen hvarf frá Sloraveien 4 (heimili hjónanna, innsk. blaðamanns).“

Sagði Holden í samtali við VG. Hann hefur beðið lögregluna um að senda gögn varðandi haldlagninguna og rökstuðning fyrir henni til undirréttar í Nedre Romerike til að dómstóllinn geti úrskurðað um lögmæti hennar.

Lögreglan telur þörf á að halda húsinu lengur og sagði talsmaður hennar í samtali við VG að niðurstöður rannsókna í húsinu geti veitt svar við hver örlög Anne-Elisabeth voru. Lögreglan telur að Tom Hagen sé viðriðinn hvarf hennar, annað hvort hafi hann myrt hana eða átt beina aðild að hvarfi hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað

Hringdi og pantaði pitsu – Var þó að biðja um allt annað
Pressan
Í gær

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir

Karl konungur sviptir Andrés prins fjárframlagi upp á 180 milljónir
Pressan
Í gær

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir

Grafreiturinn var notaður í 800 ár – Nær eingöngu karlar eru í honum og þeir voru allir skyldir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast

Í fyrsta sinn í sögu mannkynsins hefur hringrás vatns á heimsvísu raskast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki

Háhyrningar, sem ráðast á báta, gætu verið að nota þá sem æfingatæki
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvernig deyr fólk úr flensu?

Hvernig deyr fólk úr flensu?