Dagbladet Norge skýrir frá þessu. Annað málið er frá 1981 en þá hurfu tveir menn á vatninu. Annar fannst látinn en hinn, sextugur maður, fannst aldrei. Hitt málið er frá 1998 en þá hvarf þrítugur maður á vatninu og hefur aldrei fundist. Í báðum málunum voru mennirnir að sigla á vatninu. Gundersen sagði að veðrið á þessu stóra vatni geti orðið mjög slæmt.
Það var vegfarandi sem fann líkið á laugardaginn. Lögreglan segir að fatnaðurinn, sem líkið var í, bendi til að um karlmann sé að ræða. Réttarmeinafræðingar vinna nú að rannsókn á líkinu og lögreglan vonast til að hægt verði að komast að af hverjum líkið er.
Búið er að hafa samband við ættingja mannsins sem hvarf 1998 og verið er að reyna að hafa uppi á ættingjum mannsins sem hvarf 1981.