fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Pressan

Líkfundur í Noregi gæti leyst áratugagamla ráðgátu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 5. ágúst 2020 07:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.Mynd: Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á laugardagskvöldið fannst mannslík í stóru vatni í Steinkjer í Noregi. Leif Gundersen, lögreglufulltrúi í Þrændalögum, segir að lögreglan sé nú að skoða tvö gömul mannhvarfsmál á þessu svæði og geri sér vonir um að líkfundurinn leysi annaðhvort málið.

Dagbladet Norge skýrir frá þessu. Annað málið er frá 1981 en þá hurfu tveir menn á vatninu. Annar fannst látinn en hinn, sextugur maður, fannst aldrei. Hitt málið er frá 1998 en þá hvarf þrítugur maður á vatninu og hefur aldrei fundist. Í báðum málunum voru mennirnir að sigla á vatninu. Gundersen sagði að veðrið á þessu stóra vatni geti orðið mjög slæmt.

Það var vegfarandi sem fann líkið á laugardaginn. Lögreglan segir að fatnaðurinn, sem líkið var í, bendi til að um karlmann sé að ræða. Réttarmeinafræðingar vinna nú að rannsókn á líkinu og lögreglan vonast til að hægt verði að komast að af hverjum líkið er.

Búið er að hafa samband við ættingja mannsins sem hvarf 1998 og verið er að reyna að hafa uppi á ættingjum mannsins sem hvarf 1981.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum

Svona langan tíma tekur það ketti að gleyma eiganda sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót

Situr þú of mikið? Þá ættirðu kannski að fá þér einn bolla í viðbót
Pressan
Fyrir 3 dögum

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða

Næringarfræðingur segir að þessar matvörur eigi fólk aldrei að borða
Pressan
Fyrir 3 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?

Hver stal viskíi að verðmæti 12 milljóna?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum

Trump segir tíma til kominn að hætta klukkubreytingum