Nú þegar hafa um 1.500 sjálfboðaliðar tilkynnt þátttöku á heimasíðu verkefnisins. Áhorfendurnir þurfa að fara í skimun og greinast neikvæðir til að fá að mæta á tónleikana. Á sjálfum tónleikunum eiga þeir að vera með andlitsgrímu og þeir fá lítið tæki, á stærð við eldspýtustokk, sem skráir hreyfingar þeirra. Með þessu geta vísindamennirnir séð hvernig áhorfendurnir hreyfa sig innan um hver annan og það sem mikilvægast er, hversu nálægt hver öðrum þeir eru. Út frá þessum upplýsingum vonast vísindamennirnir til að geta búið til reiknilíkön sem reikan út líkurnar á smitdreifingu. Einnig á handspritt, með vökva sem lýsir, að sýna hvaða yfirborðsfleti fólk snertir. Það á að gefa hugmynd um hvernig veirur geta hugsanlega dreift sér.
DPA hefur eftir Stefan Moritz, verkefnastjóra verkefnisins, að stærsta áskorunin verði væntanlega að leggja mat á þau gögn sem aflað verður.
„Af því að við neyðumst til að mæla snertingar þátttakenda í tæplega 30 metra radíus fimmtu hverju sekúndu í heilan dag.“