fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Pressan

Morðingi og raðnauðgari dæmdur í 37 ára fangelsi

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aman Vyas var í síðustu viku dæmdur í að minnsta kosti 37 ára fangelsi fyrir morð og sex nauðganir og alvarlega líkamsárás. Ódæðisverkin framdi hann nærri heimili sínu í Walthamstow í Lundúnum í Bretlandi en síðan flúði hann land. Lögreglumenn gáfust ekki upp og röktu ferðir hans og höfðu upp á honum að lokum.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að Vyas hafi verið 24 ára þegar ofbeldið hófst. Hann réðst þá á konur, barði þær til undirgefni og nauðgaði síðan. Síðasta fórnarlambið, Michelle Samaraweera 35 ára ekkju, kyrkti hann eftir að hann réðst á hana í almenningsgarði. Vegfarendur heyrðu neyðaróp hennar en komu henni ekki til aðstoðar. Maður, sem var að viðra hundinn sinn, fann líkið fjórum klukkustundum síðar.

Fjölmiðlar nefndu Vyas „The E17 night stalker“.

Þegar dómurinn yfir honum var kveðinn upp sagði dómarinn að vorið 2009 hefði nauðgari ráfað um götur Walthamstow í leit að fórnarlömbum.

„Þú varst þessi nauðgari.

Shaleena Sheikh, sem stýrði rannsókninni, sagði að það hafi liðið langur tími þar til réttlætið náði fram að ganga en loksins hafi fórnarlömbin og fjölskyldur þeirra upplifað að sá seki hafi verið látinn svara til saka.

„Vyas gerði allt sem hann gat til að forðast afleiðingar afbrota sinna. Hann flúði úr landi og bætti síðan við vanlíðan þeirra sem hann hafði sært með því að láta þá þurfa að ganga í gegnum réttarhöld,“

sagði Sheikh.

Voðaverkin framdi Vyas á níu vikna tímabili. Mánuði eftir það síðasta var teikning af honum birt í sjónvarpsþætti og almenningur beðinn um aðstoð. Vyas lagði þá á flótta og fór til Indlands. Erfðasýni úr honum var ekki að finna í gagnabönkum og því fékkst engin svörun þegar leitað var eftir þeim sýnum sem hann hafði skilið eftir á fórnarlömbum sínum. En 2010 bar fyrrum vinnuveitandi hans kennsl á hann og lét lögregluna vita að hann hefði yfirgefið Bretland.

Lundúnalögreglan rakti ferðir hans til Indlands, þaðan til Singapore og Nýja-Sjálands og síðan aftur til Indlands þar sem hann var handtekinn 2011.

Við tók langt og flókið ferli við að fá hann framseldan til Bretlands. 27 sinnum fór málið fyrir dóm á Indlandi og nokkrum sinnum þurftu breskir lögreglumenn að fara til Indlands og mæta fyrir dóm. Það var ekki fyrr en í október á síðasta ári sem Vyas var loks framseldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Í gær

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi

Skógarbjörn varð 58 ára föður og afa að bana í furðulegu slysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum

Fundu 76 barnslík – Bringan hafði verið skorin upp á þeim öllum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm

„Skrímslið frá Avignon“ fékk 20 ára fangelsisdóm