fbpx
Fimmtudagur 15.ágúst 2024
Pressan

Dularfull dráp og limlestingar á hrossum – Líkist helgisiðum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 31. ágúst 2020 05:46

Hér sést áverki á einu hrossi. Mynd:Julien Odoul, Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum mánuðum hefur verið tilkynnt um 30 mál þar sem hrossum hefur verið misþyrmt og þau drepin í Frakklandi. Þetta hefur gerst víða um landið og er lögreglan ráðþrota og hestamenn eru óttaslegnir.

Sky skýrir frá þessu. Fram kemur að eyru hafi verið skorin af, augun tekin úr, kynfærin skorin, maginn skorinn upp og allt blóð tæmt úr dýrunum. Ekkert kjöt hefur verið tekið.

Ekki er talið útilokað að sum þessara illvirkja tengist helgisiðum óþekkts safnaðar. Á samfélagsmiðlum ganga kenningar um að hér sé um einhverskonar „áskoranir“ að ræða eða að hermikrákur séu að verki.

Töluverður áverki er á hrossinu. Mynd:Julien Odoul, Twitter

Í flestum tilvikunum hefur eyra, yfirleitt það hægra, verið skorið af dýrunum. Það er eins og nautabanar gera þegar þeir hafa lagt naut að velli.

Tilkynnt hefur verið um mál af þessu tagi allt frá fjalllendinu í Jura í austurhluta landsins til Atlantshafsstrandarinnar í vestri. Margar tilkynningar hafa borist nú í sumar.

Því hefur verið velt upp hvort fólk, sem ekki hefur þekkingu á líffræði hrossa, geti gert þetta og af hverjum hrossin hafi ekki flúið. Aude Giraudet, dýralæknir, sagði að óttaslegið hross í haga láti ekki ná sér.

„Hross, sem treystir fólki, það kemur. Því finnst eðlilegt að reipi sé sett um háls þess. Ég er ekki viss um að það þurfi mikla þekkingu á hrossum,“

sagði hún.

Á mánudag í síðustu viku kom Nicolas Demajean að tveimur mönnum sem voru að ráðast á hesta hans í Bourgogne-Franche-Comte. Hann skarst á handlegg í átökum við annan manninn, sem var vopnaður hníf, á meðan hinn skar tvo smáhesta. Þeir eru á batavegi. Mennirnir flúðu síðan af vettvangi í bíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla

Nú þurfa frekir ferðamenn að passa sig: Lögregla leggur hald á handklæði og strandstóla
Pressan
Í gær

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu

Barnaníðingurinn niðurbrotinn eftir Ólympíuleikanna – Áhorfendur bauluðu og hann brotnaði alveg saman þegar hann sá hvað fjölmiðlar birtu
Pressan
Í gær

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur

Hryllingur í sænskri verksmiðju – Starfsmenn deyja hver á fætur öðrum og enginn veit hvað veldur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka

Tveir menn dæmdir í fangelsi fyrir færslur á samfélagsmiðlum sem hvöttu til ofbeldisverka
Pressan
Fyrir 3 dögum

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit

Viðbrögð ónæmiskerfisins við COVID-19 geta skýrt af hverju sumir sleppa við smit
Pressan
Fyrir 3 dögum

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra

JD Vance vill henda 20 milljón innflytjendum úr landi og gefa atkvæðum barnafjölskyldna meira vægi en barnlausra
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu

Átta krabbameinslæknar meðal hinna látnu í mannskæðu flugslysi í Brasilíu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið

Framboð Trump hakkað – Dularfullur maður sem kallar sig Robert sendir gögn á fjölmiðla og Trump kennir Íran um málið