Rökin á bak við þessa hugmynd hans eru að margar konur glími við mikla vanlíðan þegar þær eru með blæðingar. Hugmyndina fékk hann nýlega þegar hann las grein á vef CNN um að indverskt fyrirtæki gefi konum, einnig þeim sem hafa gengist undir kynleiðréttingu, tíu frídaga á ári sem þær geta notað þegar blæðingarnar eru að gera þeim lífið leitt. Það má því segja að um eyrnamerkta veikindadaga sé að ræða.
Á Twitter skrifaði Siddique að það myndi vera viðeigandi að dönsk fyrirtæki fylgi þessu fordæmi.
B.T. ræddi við hann um þessa hugmynd hans og sagði hann að almennt séð séu kjör kvenna á vinnumarkaði ekki jafn góð og kjör karla og því vilji hann gjarnan að þetta verði tekið upp hjá dönskum fyrirtækjum.
Þegar blaðamaður benti honum á að það væri ekki sjúkdómur að vera með blæðingar sagði Siddique að með þessu sé hægt að bæta enn á jafnrétti kynjanna.