Þetta kemur fram í tölum frá norskum heilbrigðisyfirvöldum, Folkehelseinstituttet (FHI).
Í svari til VG benti Trude Margrete Arnsen, yfirlæknir hjá FHI, á nokkur atriði sem geta skýrt þetta háa hlutfall.
„Í sumum tilfellum hefur, fólk sem er fætt erlendis, verið í heimsókn í ættlandi sínu, smitaðist þar og smitaði síðan aðra, sem einnig eru fæddir erlendis, eftir komuna til Noregs,“
sagði hún og bætti við að fólk, sem er fætt erlendis, búi oft þéttara saman en Norðmenn, vinni þjónustustörf sem hafa í för með sér mikil samskipti og snertingu við annað fólk og eigi erfiðara en Norðmenn með að lesa leiðbeiningar yfirvalda varðandi kórónuveiruna.
Í síðasta vikuuppgjöri FHI kemur einnig fram að 29%, þeirra sem greindust með smit í viku 33 og vissu hvar þeir smituðust, höfðu smitast utan Noregs. Flest smitin urðu í Kósóvó og Póllandi.