fbpx
Miðvikudagur 15.janúar 2025
Pressan

Tæplega helmingur kórónuveirusmitaðra í Noregi er fæddur erlendis

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 21:20

Kórónuveira. Mynd: BSIP/UIG Via Getty Images)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á undanförnum mánuði hafa 4 af hverjum 10, sem hafa greinst með kórónuveiruna, sem veldur COVID-19, í Noregi, verið fólk sem er fætt utan Noregs. Á síðustu fjórum vikum var hlutfall, þeirra sem eru fæddir erlendis, 41% en vikurnar fjórar þar á undan var hlutfallið 44%.

Þetta kemur fram í tölum frá norskum heilbrigðisyfirvöldum, Folkehelseinstituttet (FHI).

Í svari til VG benti Trude Margrete Arnsen, yfirlæknir hjá FHI, á nokkur atriði sem geta skýrt þetta háa hlutfall.

„Í sumum tilfellum hefur, fólk sem er fætt erlendis, verið í heimsókn í ættlandi sínu, smitaðist þar og smitaði síðan aðra, sem einnig eru fæddir erlendis, eftir komuna til Noregs,“

sagði hún og bætti við að fólk, sem er fætt erlendis, búi oft þéttara saman en Norðmenn, vinni þjónustustörf sem hafa í för með sér mikil samskipti og snertingu við annað fólk og eigi erfiðara en Norðmenn með að lesa leiðbeiningar yfirvalda varðandi kórónuveiruna.

Í síðasta vikuuppgjöri FHI kemur einnig fram að 29%, þeirra sem greindust með smit í viku 33 og vissu hvar þeir smituðust, höfðu smitast utan Noregs. Flest smitin urðu í Kósóvó og Póllandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni

Þýskt par myrti úkraínska flóttamenn til að stela kornabarni
Pressan
Í gær

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 

Harðlínumaður lýsir yfir stríði gegn Musk – „Ég mun láta svæla hann héðan út fyrir innsetningarathöfnina“ 
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara fólk við að borða jólatré

Vara fólk við að borða jólatré
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá

„Spámaður“ sem sá morðtilræðið við Trump fyrir með hryllilega spá
Pressan
Fyrir 2 dögum

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári

Neðansjávareldfjall við Oregon gæti gosið á þessu ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon

Nýstárlegt peningaþvætti mafíunnar – Pokémon