Þau höfðu því tekið upp þá venju að tala saman daglega. En þessi hringing eyðilagði allt og þar með talið hjónabandið. Rose komst að því að Matt var ekki sá ástríki og trúverðugi maður sem hann hafði gefið sig út fyrir að vera.
Rose skýrði With Her in Mind frá þessu.
„Kvöld eitt, þegar ég var að gera mig klára í háttinn, hringdi síminn minn, það var Matt. Ég svaraði myndhringingunni en skjárinn var svartur.“
„Halló, sagði ég og starði á svartan skjáinn. Þegar ég áttaði mig á að um „vasahringingu“ var að ræða fór ég að hlæja,“
sagði Rose en bros hennar og hlátur hvarf þó skyndilega þegar hún heyrði konurödd sem hló saman með Matt.
„Förum heim til mín,“
heyrði hún Matt segja við konuna og síðan slitnaði símtalið.
„Hvað átti ég að gera? Ég fann til ógleði. Ég hringdi í hann en fékk beint samband við talhólfið.“
„Er að vinna fram eftir á skrifstofunni elskan, hringi í þig á morgun,“
stóð í smáskilaboðum sem hann sendi hann skömmu síðar.
Rose setti sig í samband við vinkonu sína og urðu þær sammála um að hún yrði að grafa dýpra í málið áður en hún bæri þetta upp á Matt. Hún opnaði því tölvu Matt og ekki leið á löngu þar til hún fékk grunsemdir sínar staðfestar.
„Ég þurfti ekki að leita lengi áður en ég fann eitthvað. Með því að skoða símreikning hans sá ég að hann hringdi oft í eitt númer. Þegar ég leitaði að númerinu á Facebook sá ég að það tilheyrði konu að nafni Lily. Síðan hennar var full af myndum af þeim tveimur saman. Ég opnaði tölvupóstinn hans og fann kvittanir fyrir blómasendingum í Singapore. Mér varð strax hugsað til þess dags sem hann sendi mér liljur. Liljur handa Lily. Þær voru ekki ætlaðar mér,“
sagði Rose sem vissi strax að hún gæti ekki fyrirgefið Matt.