fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

Svona komst hún að framhjáhaldi eiginmannsins – „Förum heim til mín“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 28. ágúst 2020 05:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rose, sem býr í Ástralíu, var að gera sig klára til að fara í háttinn kvöld eitt hringdi síminn hennar. Hún sá að um myndhringingu frá eiginmanninum, Matt, var að ræða en hann dvaldi í Singapore eina viku í mánuði vegna vinnu sinnar.

Þau höfðu því tekið upp þá venju að tala saman daglega. En þessi hringing eyðilagði allt og þar með talið hjónabandið. Rose komst að því að Matt var ekki sá ástríki og trúverðugi maður sem hann hafði gefið sig út fyrir að vera.

Rose skýrði With Her in Mind frá þessu.

„Kvöld eitt, þegar ég var að gera mig klára í háttinn, hringdi síminn minn, það var Matt. Ég svaraði myndhringingunni en skjárinn var svartur.“

„Halló, sagði ég og starði á svartan skjáinn. Þegar ég áttaði mig á að um „vasahringingu“ var að ræða fór ég að hlæja,“

sagði Rose en bros hennar og hlátur hvarf þó skyndilega þegar hún heyrði konurödd sem hló saman með Matt.

„Förum heim til mín,“

heyrði hún Matt segja við konuna og síðan slitnaði símtalið.

„Hvað átti ég að gera? Ég fann til ógleði. Ég hringdi  í hann en fékk beint samband við talhólfið.“

„Er að vinna fram eftir á skrifstofunni elskan, hringi í þig á morgun,“

stóð  í smáskilaboðum sem hann sendi hann skömmu síðar.

Rose setti sig í samband við vinkonu sína og urðu þær sammála um að hún yrði að grafa dýpra í málið áður en hún bæri þetta upp á Matt. Hún opnaði því tölvu Matt og ekki leið á löngu þar til hún fékk grunsemdir sínar staðfestar.

„Ég þurfti ekki að leita lengi áður en ég fann eitthvað. Með því að skoða símreikning hans sá ég að hann hringdi oft í eitt númer. Þegar ég leitaði að númerinu á Facebook sá ég að það tilheyrði konu að nafni Lily. Síðan hennar var full af myndum af þeim tveimur saman. Ég opnaði tölvupóstinn hans og fann kvittanir fyrir blómasendingum í Singapore. Mér varð strax hugsað til þess dags sem hann sendi mér liljur. Liljur handa Lily. Þær voru ekki ætlaðar mér,“

sagði Rose sem vissi strax að hún gæti ekki fyrirgefið Matt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar