Í tilkynningu frá sýslumanninum á Svalbarða segir að lögreglumenn hafi farið á vettvang og tryggt ástandið á vettvangi. Maðurinn var fluttur á sjúkrahúsið í Longyearbyen. Hann var úrskurðaður látinn af læknum þar.
Lögreglunni barst tilkynning um málið klukkan 03.50. Björninn var skotinn og særður af fólki, sem var á vettvangi, og hélt hann þá í átt að flugvellinum segir sýslumaðurinn.
TV2 segir að enginn annar hafa meiðst líkamlega af völdum bjarnarins en sex manns, sem voru á vettvangi, hafi verið fluttir á sjúkrahúsið í Longyearbyen þar sem boðið verður upp á áfallahjálp og aðra aðstoð.