Þegar fólk, sem smitast af kórónuveirunni, missir lyktar- og bragðskyn gerist það venjulega hratt og án þess að nasir séu stíflaðar eða mikið kvef til staðar. Flestir geta andað óhindrað í gegnum nasirnar. Annað sem aðskilur kórónuveirusmit er að bragðskynið hverfur algjörlega, það er ekki eins og þegar um kvef er að ræða þegar það veikist af því að nasirnar eru stíflaðar.
Niðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í vísindaritinu Rhinology. Í niðurstöðum sínum segja vísindamennirnir að kórónuveirusmitaðir missi bragðskynið alveg og geti ekki greint á milli hvort eitthvað er sætt eða súr. Þeir telja að þetta sé vegna þess að veiran hafi áhrif á taugar sem tengjast lyktar- og bragðskyni.
Carl Philpott, hjá University of East Anglia, stýrði rannsókninni sem náði til 30 sjálfboðaliða. 10 með kórónuveirusmit, 10 með kvef og 10 voru frískir. Tap á bragð- og lyktarskyni var mest áberandi hjá þeim með kórónuveirusmit. Philpott segir að niðurstaðan sé mjög spennandi því hún þýði að hægt sé að nota lyktar- og bragðskyn til að greina á milli COVID-19 og annarra veirusýkinga. Hann segir að fólk geti sjálft get smávegis tilraunir á bragð- og lyktarskyninu með til dæmis kaffi, hvítlauk, appelsínum, sítrónum eða sykri.