fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Svartsýnn Trump – Talning atkvæði gæti tekið vikur eða mánuði

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 27. ágúst 2020 06:59

mynd/salon.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, er ekki sáttur við að heimilt verði að greiða atkvæði póstleiðis í forsetakosningunum sem fram fara í byrjun nóvember. Hann hefur ítrekað lýst þessari skoðun sinni og sagt að þetta sé ávísun á kosningasvindl en án þess að styðja það nokkrum rökum eða gögnum. Í ræðu, sem hann flutti á föstudaginn, sagði hann að hugsanlega muni líða langur tími frá kjördegi þar til endanleg úrslit liggja fyrir vegna atkvæðanna sem verða send með pósti.

Hann sagðist telja hæpið að niðurstöðurnar liggi fyrir á kosninganóttina sjálfa eða daginn eftir.

„Það munu líða vikur, mánuðir, held ég áður en við vitum niðurstöðu kosninganna,“

sagði hann en reiknað er með að um 50 milljónir kjósenda muni senda atkvæði sín með pósti.

„Við erum ekki undir þetta búin, 51 milljón atkvæða í pósti. Þetta verður mjög vandræðalegt fyrir þjóðina og þetta er mjög alvarlegt vandamál fyrir lýðræðið,“

sagði hann.

Bill Evania, háttsettur embættismaður, sem hefur eftirlit með kosningunum og á að sjá til þess að allt fari fram eftir bókinni sagði á mánudaginn að hann hafi mestar áhyggjur af að erlend ríki muni reyna að hafa áhrif á kosningarnar og blanda sér í atkvæðatalninguna. Evania, sem er forstjóri NCSC njósna- og öryggisþjónustunnar, sagði að erlend ríki muni hugsanlega gera tölvuárásir á þann búnað sem tekur við, telur og sendir atkvæði áfram.

„Við verðum að vera undir það búin að úrslitin liggi ekki fyrir þann 3. nóvember,“

sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga