Matshidiso Moeti, svæðisstjóri WHO í Afríku, sagði fyrir helgi að faraldurinn í Equateurhéraðinu fari versnandi og hafi 100 smit greinst á tæplega 100 dögum. Svæðið, sem faraldurinn nær yfir, er rúmlega 300 kílómetrar að lengd og er afskekkt og mjög gróðurvaxið sem gerir að verkum að erfitt er að sinna hjálparstarfi á svæðinu.
Það getur tekið marga daga að koma hjálparstarfsmönnum og nauðsynlegum búnaði á áfangastað en án þeirrar aðstoðar er erfitt að ná stjórn á faraldrinum.
„Þetta er áhyggjuefni, því þeim mun lengri tími sem líður án þess að sjúklingur fái meðferð, þeim mun minni líkur eru á að hann lifi af og þá getur veiran dreift sér óhindrað í samfélaginu,“
sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, fyrir helgi.
Það er ekki til að auðvelda baráttuna gegn veirunni í Kongó að mikill fjöldi heilbrigðisstarfsmanna er í verkfalli vegna óánægjum með laun sín.