Rúmlega 600.000 viðskiptavinir hafa fengið endurgreitt frá félaginu því þeir þurftu að breyta ferðaáætlunum sínum. Akbar Al Baker, forstjóri Qatar Airways, segir að farþegar félagsins vilji og eigi skilið að sveigjanleiki og traust einkenni viðskiptin og það sé von félagsins að viðskiptavinirnir treysti á það. Endurgreiðslurnar muni eflaust hafa áhrif á afkomu félagsins en það sé skylda félagsins að gera það sem er rétt fyrir viðskiptavini og samstarfsaðila.
Félagið hefur nú afgreitt 96% allra beiðna frá viðskiptavinum sínum um endurgreiðslu eða breytingar á ferðaáætlunum sem hafa borist síðan í mars. Þegar verst lét leituðu 10.000 viðskiptavinir til félagsins á dag.
Félagið hefur tekið upp sveigjanlegri bókunarstefnu þannig að viðskiptavinir geti á auðveldan hátt breytt ferðadagsetningum og áfangastöðum. 36% prósent viðskiptavina félagsins hafa valið aðra lausn en endurgreiðslu eftir að heimsfaraldurinn braust út.