„Auðvitað. En það þýðir ekki að við munum þegja yfir aðgerðum hans, hvort sem það er að múlbinda póstþjónustuna svo fólk geti ekki kosið bréfleiðis eða þurfi að velja á milli heilsu sinnar og vinnu.“
Sagði hún meðal annars.
Demókratar hafa sakað Trump um að reyna að hafa áhrif á kosningarnar með því að draga í efa lögmæti þess að fólk geti kosið bréfleiðis. Hann hefur haldið því fram að slíkt fyrirkomulag sé ávísun á umfangsmikil kosningasvik en hefur ekki sett fram neinar sannanir því til stuðnings.
Pelosi hvatti kjósendur til að leiða ummæli Trump um kosningar bréfleiðis hjá sér því þau eigi sér enga stoð í raunveruleikanum.