Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar sem hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet Global Health. Í rannsókninni kemur fram að konurnar og börnin muni deyja vegna óbeinna áhrifa heimsfaraldursins. Konur munu ekki hafa aðgang að öruggum aðstæðum til að eignast börn við vegna ótta við smit. Fæðingarstofum hefur verið breytt í COVID-19-miðstöðvar, það skortir starfsfólk, lyf og mat.
Í mörgum fátækum ríkjum hafa verið settir upp vegatálmar og mikið eftirlit er með ferðum fólks. Það getur gert því erfitt fyrir með að komast leiðar sinnar. Eins er þess víða krafist að fólk noti andlitsgrímur en það á jafnvel ekki slíkar og hefur ekki tök á að verða sér úti um þær.