fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Hundur bjargaði eiganda sínum frá morðingja

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. ágúst 2020 22:14

Pitbull. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextug áströlsk kona getur væntanlega þakkað pitbull hundinum sínum að hún er á lífi. Um helgina braust maður inn á heimili hennar og reyndi að kyrkja hana. En hundurinn kom henni til bjargar.

News skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta hafi gerst aðfaranótt sunnudags á heimili konunnar í North Parramatta. Konan vaknaði upp við að innbrotsþjófur var kominn inn í húsið og réðist hann síðan á hana. Hann reyndi að kyrkja hana en hundurinn varð var við hann og réðst á manninn.

Konan náði þá að rífa sig lausa og hlaupa inn á baðherbergi og læsa sig þar inni. Maðurinn flúði þá undan hundinum út úr húsinu. Konan þekkti manninn, sem er 34 ára, sem var handtekinn eftir þetta. Hann situr nú í gæsluvarðhaldi og á ákæru fyrir innbrot og tilraun til manndráps yfir höfði sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Í gær

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland

Úkraínumenn sagðir vera búnir að skjóta bandarískri eldflaug á Rússland
Pressan
Fyrir 3 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið