Starfsfólk járnbrautanna óskaði eftir aðstoð lögreglunnar á lestarstöðina í Næstved á sunnudaginn þegar konan neitaði að yfirgefa lestina en henni hafði verið gert að yfirgefa hana þar sem hún vildi ekki nota andlitsgrímu.
Sektin við slíku er 2.500 danskar krónur eða sem nemur um 55.000 íslenskum krónum. En konan, sem er 47 ára Kaupmannahafnarbúi, var allt annað en samstarfsfús og neitaði að gefa upp nafn og aðrar persónuupplýsingar og var því handtekin og flutt á lögreglustöð. Það bættust því 2.000 danskar krónur við sektina sem varð því 4.500 krónur þegar upp var staðið en það svarar til um 100.000 íslenskra króna.
Svipað mál kom upp fyrr um daginn á Fjóni þar sem karlmaður neitaði að nota andlitsgrímu í lest til Svendborg. Hann ruglaði bara þegar lögreglumenn ræddu við hann og var því handtekinn. Mál hans fékk sömu afgreiðslu og mál konunnar, það er að segja 4.500 danskar krónur í sekt.