fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Hneyksli í Belgíu – Lögreglumaður heilsar að nasistasið á meðan fangi er að deyja í fangaklefa

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 25. ágúst 2020 05:45

Hér heilsar lögreglumaðurinn að nasistasið. Mynd:Belgíska lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hversu illa getur það endað að enda í klóm flugvallalögreglunnar í Charleroi í Belgíu? Mjög illa greinilega miðað við mál sem nú er í hámæli í Belgíu. Málið snýst um flugfarþega sem hlaut áverka við meðfarir lögreglunnar og lést af þeim. Á meðan hann lá deyjandi í fangaklefa stóð einn nærstaddra lögreglumanna og heilsaði að nasistasið.

Málið komst í hámæli í síðustu viku þegar sjónvarpsstöðin RTBF fjallaði um það og sýndi myndir. Það sem um ræðir gerðist þann 24. febrúar 2018 þegar 38 ára Slóvaki var órólegur þegar hann átti að fara að stíga um borð í vél á leið til Bratislava. Hann stjakaði við flugfreyju og flugstjórinn taldi hegðun mannsins þannig að nauðsynlegt væri að leita aðstoðar lögreglunnar.

Maðurinn, Jozef Chovanec, var því handtekinn og settur í fangaklefa í þeirri von að hann myndi róast. Upptökur úr fangaklefanum sýna að þar inni brjálaðist hann og byrjaði að lemja höfðinu fast í vegginn. Það byrjaði að blæða úr honum og þegar lögreglumenn komu inn í klefann sjást þeir kasta sér á hann til að halda honum. En á myndunum sést einnig að einn lögreglumannanna stendur og heilsar að nasistasið og virðist hlæja á meðan fimm aðrir lögreglumenn halda Chovanec. Það var eiginkona hans sem lét sjónvarpsstöðinni upptökurnar í té.

Hér er Chovanec alblóðugur. Mynd:Belgíska lögreglan

Á flestum upptökunum liggur Chovanec og berst um á meðan lögreglumaður virðist setja nær alla líkamsþyngd sína á bringu hans. Í um 16 mínútur var Chovanec haldið niðri með þessum hætti. Hann missti að lokum meðvitund og lést næsta dag á sjúkrahúsi. Samkvæmt dánarvottorði var dánarorsökin sú að hjarta hans hætti að slá.

Lögreglumenn yfirbuga hann. Mynd:Belgíska lögreglan

Ekkja hans, Henriete Chovancova, sagði í samtali við sjónvarpsþáttinn Het Laatse Nieuws að maður hennar hafi átt fyrirtæki sem sá um að ráða slóvakíska byggingaverkamenn til starfa í Belgíu og hafi ferðast reglulega á milli landanna. Hún sagðist ekki vita af hverju hann brjálaðist en krufning leiddi í ljós að ekkert áfengi eða eiturlyf voru í líkama Chovanec.

„Það virtist eitthvað vera að manninum mínum. Honum leið ekki vel en lögreglan hunsaði hann alla nóttina. Þegar þeir sáu blóðið hefðu þeir átt að veita honum aðstoð en í staðinn settust svo margir á hann að hann náði ekki andanum.“

Sagði hún í Let Laatse Nieuws.

Hér halda lögreglumenn honum niðri. Mynd:Belgíska lögreglan

Í tvö ár barðist hún við að fá skýringar á hvað gerðist þetta örlagaríka kvöld en það gekk illa.

„Ég vil vita hvað gerðist og af hverju þeir komu svona fram.“

Sagði Chovancova.

Eins og fyrr sagði gerðist þetta í febrúar 2018 en það var ekki fyrr en síðasta fimmtudag sem málið hafði afleiðingar fyrir lögreglumanninn sem heilsaði að nasistasið. Talsmaður lögreglunnar sagði í samtali við dagblaðið Sudinfo að lögreglan hafi fyrst heyrt af upptökunum í fjölmiðlum.

„Að sjálfsögðu verður rannsakað hvað gerðist og frá og með fimmtudegi (20. ágúst, innskot blaðamanns) verður viðkomandi lögreglumaður ekki lengur við störf.“

Sagði talsmaðurinn.

Hér heilsar lögreglumaðurinn að nasistasið. Mynd:Belgíska lögreglan

André Desenfants, yfirmaður flugvallarlögreglunnar og næstæðsti yfirmaður belgísku lögreglunnar, sagði af sér á fimmtudaginn vegna málsins.

„Um leið og ég heyrði af þessu axlaði ég ábyrgð og bað innra eftirlit lögreglunnar að hefja rannsókn á málinu. Rannsókn á nasistakveðjunni og öllum staðreyndum málsins. Ég get ekki leynt því að málið hvílir þungt á mér. Af þeim sökum tel ég mér ekki fært að starfa lengur sem yfirmaður.“

Sagði hann í samtali við RTBF sjónvarpsstöðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur

Á yfirborðinu var hún guðhrædd amma en í henni bjó myrkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lauflétt ráð til að sofna hraðar

Lauflétt ráð til að sofna hraðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin

Færri fengu hæli í Svíþjóð á síðasta ári en nokkru sinni síðustu 40 árin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá

Leita að foreldrum Elsu og tveggja systkina hennar – Heita 3,5 milljónum fyrir upplýsingar um þá
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár

Læknir segir mikilvægt að venja sig af þessu ef blóðþrýstingurinn er of hár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í

Þetta eru bestu löndin til að verða gamall í