fbpx
Laugardagur 26.apríl 2025
Pressan

17 ára stúlka lamin og allt hár rakað af henni fyrir að „elska kristinn pilt“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 24. ágúst 2020 05:40

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

17 ára stúlka var lamin af foreldrum sínum og sítt hár hennar rakað af fyrir að „elska kristinn pilt“. Þetta átti sér stað í Besancon í Frakklandi. Foreldrar hennar eru múslimar og tóku því vægast sagt illa að stúlkan hefði fellt hug til pilts sem er kristinnar trúar.

Mirror segir að stúlkan sé af bosnískum ættum. Það var á mánudag í síðustu viku sem foreldrar hennar og frændi beittu hana ofbeldi og rökuðu hárið af henni. Hún rifbeinsbrotnaði og marðist töluvert að sögn yfirvalda.

Franskir saksóknarar segja að foreldrar stúlkunnar og frændi verði dregin fyrir dóm og ákærð fyrir ofbeldi gagnvart barni.

Gerald Darmanin, innanríkisráðherra, tjáði sig um málið á Twitter og sagði:

„Rökuð og lamin af því að hún elskaði kristinn pilt. Illa brugðið vegna þessarar meðferðar á 17 ára stúlku. Þessi villimennska kallar á þyngstu refsingu.“

Unga parið bjó í sama húsi og stóð ástarsamband þeirra yfir í nokkra mánuði og þekktust fjölskyldur þeirra. Engin vandamál voru uppi fyrr en unga parið fór að ræða um að ganga í hjónaband. Foreldrar stúlkunnar brugðust illa við því og sögðu að hún væri múslimi og að múslimar giftist ekki kristnu fólki.

Stúlkunni hefur nú verið komið fyrir á öruggum stað og nýtur hún verndar yfirvalda. Foreldrar hennar og ættingjar fá ekki að vita hvar hún er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 2 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu

„Hrúga af einhverju“ og rauðir blettir í illræmdu fangelsi kveiktu óhugnanlega samsæriskenningu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt

Sjúkdómurinn sem getur gert bros óbærilegt
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 5 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 5 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn