fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

Svíar neita Norwegian um ríkisábyrgð

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 22. ágúst 2020 07:30

Vél frá Norwegian. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska flugfélagið Norwegian rær nú lífróður og reynir allt hvað hægt er til að komast í gegnum þá erfiðu tíma sem nú ríkja í fluggeiranum. Nýlega bað félagið sænska ríkið um ríkisábyrgð vegna lántöku. Riksgälden, stofnunin sem afgreiðir slíkar beiðnir, hefur nú hafnað þessari beiðni og segir að fjárhagur félagsins sé svo slæmur að ekki sé hægt að veita því ríkisábyrgð.

Norskir fjölmiðlar skýra frá þessu.

Vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur sænska ríkisstjórnin opnað fyrir að veita flugfélögum, sem hafa sænsk flugleyfi og/eða eru með stóran hluta af rekstri sínum í Svíþjóð, ríkisábyrgð. Hámark slíkra ábyrgða er 5 milljarðar sænskra króna.

Það var Norwegian Air Sweden AB, sem er dótturfyrirtæki Norwegian, sem sótti um ríkisábyrgðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?