fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Hún byrjaði að fá hræðilegar martraðir – Ástæðan var skelfileg

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 05:45

Rachel Palma

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rachel Palma, sem býr í Bandaríkjunum, byrjaði að fá dularfullar og ekki síður óhugnanlegar martraðir sí og æ vissi hún ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Þessu fylgdu einnig ofskynjanir. Hún vaknaði oft í svitabaði á nóttunni vegna þessa og stundum fannst henni eins og hún þekkti ekki sig sjálfa og minnið fór að svíkja. Margoft hringdi hún í ættingja sína án þess að muna svo eftir því.

Hún leitaði til lækna vegna þessa enda versnuðu einkennin dag frá degi.

„Sjúkdómseinkennin urðu sífellt undarlegri. Það voru dagar þar sem ég vissi ekki hvar ég var.“

Sagði hún í samtali við Today. Hún upplifði einnig að hún missti tilfinninguna og stjórn á hægri höndinni. Hún óttaðist að eitthvað alvarlegt væri að og það gerðu læknar einnig en þeir rannsökuðu hana margoft án þess að átta sig á hvað var að. Að lokum var ákveðið að skera hana upp því læknar töldu líklegt að hún væri með heilaæxli því myndataka hafði sýnt blett á stærð við litla glerkúlu í hægri hluta heilans.

Þegar aðgerðin var framkvæmd sáu skurðlæknar að ekki var um æxli að ræða heldur var um lifandi sníkjudýr að ræða. Það hafði komist upp í heila Rachel og hreiðrað um sig. Það var þetta sníkjudýr sem átti sök á því sem hrjáði hana.

Sníkjudýrið hafði komið sér fyrir í hægri hluta heilans en þar málnotkun okkar einmitt stjórnað. Talið er að sníkjudýrið hafi borist í Rachel þegar hún borðaði svínakjöt.

Læknum tókst að fjarlægja dýrið í þriggja klukkustunda aðgerð í september 2018 og í kjölfarið náði hún sér og losnaði þar með við martraðirnar hræðilegu og aðra fylgifiska veru dýrsins í heilanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni

Það er farið að hægja á snúningi innri kjarna jarðarinnar – Það gæti breytt daglengdinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?

Er sársaukaþröskuldur kvenna hærri en karla?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt

Var á dauðaganginum í 45 ár – Vonast nú til að hreinsa nafn sitt
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum

Hyggjast verðlauna aðflutta með milljónum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts

Ítalskur bær neyðist til að vísa ferðamönnum á brott vegna vatnsskorts
Pressan
Fyrir 6 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort
Pressan
Fyrir 6 dögum

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin

Prestur barði eiginkonu sína fyrir að vera heppin