Hún leitaði til lækna vegna þessa enda versnuðu einkennin dag frá degi.
„Sjúkdómseinkennin urðu sífellt undarlegri. Það voru dagar þar sem ég vissi ekki hvar ég var.“
Sagði hún í samtali við Today. Hún upplifði einnig að hún missti tilfinninguna og stjórn á hægri höndinni. Hún óttaðist að eitthvað alvarlegt væri að og það gerðu læknar einnig en þeir rannsökuðu hana margoft án þess að átta sig á hvað var að. Að lokum var ákveðið að skera hana upp því læknar töldu líklegt að hún væri með heilaæxli því myndataka hafði sýnt blett á stærð við litla glerkúlu í hægri hluta heilans.
Þegar aðgerðin var framkvæmd sáu skurðlæknar að ekki var um æxli að ræða heldur var um lifandi sníkjudýr að ræða. Það hafði komist upp í heila Rachel og hreiðrað um sig. Það var þetta sníkjudýr sem átti sök á því sem hrjáði hana.
Sníkjudýrið hafði komið sér fyrir í hægri hluta heilans en þar málnotkun okkar einmitt stjórnað. Talið er að sníkjudýrið hafi borist í Rachel þegar hún borðaði svínakjöt.
Læknum tókst að fjarlægja dýrið í þriggja klukkustunda aðgerð í september 2018 og í kjölfarið náði hún sér og losnaði þar með við martraðirnar hræðilegu og aðra fylgifiska veru dýrsins í heilanum.