fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Getnaðarvarnir fyrri tíma – Sauðfjárþarmar, hunang og eitthvað enn verra

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. ágúst 2020 05:40

Þessi tegund getnaðarvarnarpillu fær fljótlega aukna. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það var bylting þegar getnaðarvarnarpillan kom fram á sjónarsviðið 1960. Í fyrsta sinn í sögunni gátu konur stýrt tíðahring sínum, þær gátu ákveðið hvenær þær vildu eignast börn og ekki síst, hversu mörg börn þær vildu eignast. Það varð því mun auðveldara að stunda kynlíf án þess að þurfa að óttast þungun. En auðvitað höfðu ýmsar getnaðarvarnir verið notaðar í gegnum tíðina og voru þær sumar hverjar ansi frumlegar.

Hugmyndin um að mynda einhverskonar hindrun í leggöngunum til að koma í veg fyrir þungun er ævaforn og formæður okkar voru hugmyndaríkar í þessum málum en ætli læknar nútímans myndi ekki súpa hveljur ef einhver færi að nota þessar aðferðir núna.

Vitað er að í Mesópótamíu notuðu konur litla steina, sem þær komu fyrir eins langt uppi í leggöngunum og þær gátu, til að forðast þungun. Þetta var fyrir um 5.000 árum. Í „Papyrus Ebers“, sem er 3.500 ára gamalt, er lýsing á „túrtappa“ (sem það hét ekki þá). Því er lýst hvernig á að dýfa ullartúrtappa í hunang, akacie grasfræ og döðlur áður en honum er komið fyrir í leggöngunum.

Til eru heimildir frá Egyptalandi hinu forna um að konur hafi notað þurrkaðan krókódílaskít sem var blandað saman við mjólk. Úr þessu var búið til klístrað efni sem var komið fyrir í leggöngunum.

Formæður okkar og auðvitað forfeður þekktu einnig og notuð rofnar samfarir til að koma í veg fyrir að ný kynslóð liti dagsins ljós. Þessu er lýst  bæði í Fyrstu Mósebók, í sögunni um Onan sem vill ekki barna ekkju bróður síns og rýfur því samfarirnar og „hann lét sæðið fara til spillis á jörðina“.  Einnig er lýsingar á þessu að finna í gömlum íslömskum heimildum.

Í Egyptalandi til forna virðist forveri smokksins hafa komið fram. Þar eru til dæmi um hettur (sem voru settar á liminn), úr efni eins og var notað í nærföt, sem var notuð sem getnaðarvörn. Til eru heimildir um smokka frá því um 1600 og minna þeir kannski frekar á þá smokka sem við þekkjum í dag þrátt fyrir að þeir hafi verið úr öðrum efnum í dag og það þakka kannski margir fyrir. Þeir voru nefnilega yfirleitt gerðir úr þörmum sauðfjár. Smokkurinn sker sig einnig frá öðrum getnaðarvörnum fyrri tíma því aðaltilgangurinn með notkun hans var ekki að koma í veg fyrir þungun heldur að koma í veg fyrir að  karlarnir smituðust af kynsjúkdómum.

Á fyrri helmingi nítjándu aldar kom hettan fram á sjónarsviðið og markaði tímamót. Hún byggði á sömu hugsun og túrtappar eins og skýrt er frá hér fyrir ofan. Allt snerist þetta jú um að koma í veg fyrir að sæði karlmannsins næði að komast til eggja konunnar. Hettan var auðvitað stórt skref því nú þurfti ekki að nota krókódílaskít eða annað. Í staðinn var gúmmíi komið fyrir í leggöngunum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“

„Þetta hafa verið hrikalega löng tíu ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“

Deilur í innsta hring Trump – „Hann þarf að hafa sig hægan. Það er bara pláss fyrir einn forseta“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans

David Attenborough miður sín þegar hann frétti að gervigreindin stal röddinni hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið

Stórfurðulegt tryggingasvindl – Sjáðu myndbandið