Nokkrir lyfjaframleiðendur eru nú að gera prófanir á fólki með hugsanlega bóluefni gegn kórónuveirunni og taka tugir þúsunda manna þátt í þessum tilraunum. Margir sérfræðingar telja að einhver bóluefni verði tilbúin til notkunar í árslok.
Cichutek sagði að gögn frá fyrsta og öðru stigi tilrauna sýni að sum bóluefnanna virki ónæmisviðbrögð gegn kórónuveirunni.
„Ef gögn frá þriðja stigi tilrauna sýna að bóluefnin séu áhrifarík og örugg gætu fyrstu bóluefnin verið samþykkt til notkunar í byrjun næsta árs, hugsanlega með ákveðnum skilyrðum.“
Reuters skýrir frá þessu og segir að Chichutek hafi einnig sagt að hugsanlega verði hægt að hefja bólusetningar fyrir ákveðna hópa í Þýskalandi í byrjun árs 2021. Um forgangshópa verði að ræða.