fbpx
Miðvikudagur 26.mars 2025
Pressan

„Joe Biden stal konunni minni“

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 20. ágúst 2020 05:45

Joe og Jill Biden í forgrunni. Mynd: EPA-EFE/DNCC

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þau hafa verið gift í rúmlega 40 ár og um það bil jafn lengi hafa þau logið til um hvernig þau hittust. Þetta segir Bill Stevenson, fyrrum eiginmaður Jill Biden, um hugsanlegan næsta forseta Bandaríkjanna, Joe Biden, og eiginkonu hans, Jill Biden.

Bill var kvæntur Jill frá 1970 til 1975 og hann segir að Joe Biden hafi eyðilagt hjónaband hans. Bill, sem nú er 72 ára, heldur þessu fram í nýrri bók og segir að sagan um að Joe og Jill hafi kynnst á blindu stefnumóti, þegar hann var ekkill og hún fráskilin, sé lygi. Það hafi verið ástarsamband þeirra sem eyðilagði hjónaband Bill og Jill.

„Ég vil ekki særa neinn en staðreyndir eru staðreyndir og það sem gerðist, gerðist.“

Sagði hann í samtali við Daily Mail.

Bill hefur ekki enn ákveðið hvenær bókin verður gefin út og ekki er alveg ljóst af hverju hann skrifaði hana.

„Ég vil alls ekki eyðileggja möguleika Jill á að verða forsetafrú. Hún verður framúrskarandi forsetafrú en þetta er sagan mín.“

Sagði hann og lagði áherslu á að bókin fjalli um líf hans. Aðeins sé fjallað um Jill á 80 síðum af þeim 300 sem bókin telur.

Þau gengu í hjónaband 1970. Tveimur árum síðar kynntust þau Joe Biden þegar þau störfuðu fyrir kosningaframboð hans. Þá hafði eiginkona hans, Neilla Hunter Biden, látist í umferðarslysi ásamt nýfæddri dóttur þeirra. Synir þeirra tveir slösuðust alvarlega í slysinu.

Það var ekki fyrr en 1974 sem Bill fór að gruna að Jill og Joe væru kannski aðeins of nánir vinir en þá sagði vinur hans honum að þau væru orðin „aðeins of náin“. Skömmu síðar sannfærðist hann um að þau ættu í ástarsambandi þegar þau lentu í umferðarslysi en Joe Biden var þá ökumaðurinn.

„Ég bað Jill um að yfirgefa heimili mitt og það gerði hún. Ég leit á Joe sem vin minn. En ég er ekki hissa á að hann hafi orðið ástfanginn af Jill. Allir sem hitta hana verða ástfangnir af henni. Það er erfitt að komast hjá því.“

Sagði Bill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fleiri miðum bætt við
Pressan
Í gær

Þingmaður repúblikana hló þegar hann fékk spurningu um Trump – „Það er nei frá mér, já“

Þingmaður repúblikana hló þegar hann fékk spurningu um Trump – „Það er nei frá mér, já“
Pressan
Í gær

Hættulegasti bókaklúbbur í heimi – Unglingar á hernumdum svæðum í Úkraínu streitast á móti með óvenjulegum hætti

Hættulegasti bókaklúbbur í heimi – Unglingar á hernumdum svæðum í Úkraínu streitast á móti með óvenjulegum hætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína

Kanadamenn fordæma aftöku fjögurra Kanadamanna í Kína
Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir þetta mesta „turnoffið“ hjá körlum í svefnherberginu

Segir þetta mesta „turnoffið“ hjá körlum í svefnherberginu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Móðir buffaði 14 ára dreng sem hefur lagt son hennar í einelti

Móðir buffaði 14 ára dreng sem hefur lagt son hennar í einelti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mislingatilfelli í Evrópu hafa ekki verið fleiri síðan 1997

Mislingatilfelli í Evrópu hafa ekki verið fleiri síðan 1997
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél

Sérfræðingur segir að þessi klæðnaður geti verið hættulegur ef neyðarástand kemur upp í flugvél
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar tetegundir virka best gegn kvefi

Þessar tetegundir virka best gegn kvefi