Bandarísk stjórnvöld hafa nú þegar sett rúmlega 10 milljarða dollara í sex bóluefnisverkefni. Þau hafa einnig gert samninga sem tryggja Bandaríkjunum mörg hundruð milljónir skammta af bóluefni ef og þegar þau verða samþykkt til notkunar.
Ríkið mun greiða fyrir sjálft bóluefnið en sjúkratryggingar, bæði einkareknar og ríkisreknar, munu greiða fyrir kostnaðinn sem hlýst af bólusetningunum, til dæmis vegna starfa lækna við þær.