Sendiráðið er samt sem áður opið því heimamenn, sem þar starfa, sjá um að halda því opnu. NK News, sem sérhæfir sig í fréttum af Norður-Kóreu, sagði á mánudaginn að Svíarnir hafi meðal annars farið úr landi vegna þess að búið var að skerða ferðafrelsi þeirra.
Sara Brynedal, talsmaður utanríkisráðuneytisins sagði að norður-kóresk stjórnvöld hafi vísað til heimsfaraldurs kórónuveirunnar þegar þau skertu ferðafrelsi stjórnarerindrekanna. Hún sagði að sænsk stjórnvöld eigi í stöðugum og virkum samræðum við þau norður-kóresku og að markmiðið sé að allir sænsku stjórnarerindrekarnir snúi aftur til Norður-Kóreu.
Sænska sendiráðið hefur leikið stórt hlutverk í Norður-Kóreu fyrir Vesturlönd en fá ríki eiga í stjórnmálasambandi við þetta harðlokaða einræðisríki.