Wall Street Journal hefur þetta eftir ráðherranum. Samkvæmt heimildin geta orkufyrirtæki leigt landið af ríkinu og síðan borað eftir olíu og gasi. Ráðherrann sagði að þetta ryðji leiðina fyrir útboð um olíuleit og olíuvinnslu. Væntanlega verði hægt að efna til útboðs á þessu ári.
Hann sagði þetta vera upphafið að nýjum kafla hvað varðar að Bandaríkin séu sjálfum sér næg um orku og eldsneyti. Mörg þúsund ný störf geti skapast á svæðinu.
Ef og þegar tilraunaboranir hefjast verður það í fyrsta sinn sem borað er eftir olíu og gasi á náttúruverndarsvæðum. Ríkisstjórn Trump, sem hefur ekki verið sérlega hliðholl náttúruvernd, gekk þannig frá málun að ákaflega erfitt verður fyrir Demókrata að breyta ákvörðuninni ef þeir komast til valda eftir kosningarnar í nóvember.
Svæðið sem um ræðir er rúmlega 6.000 ferkílómetrar og þar lifa meðal annars hreindýr, ísbirnir og fuglar. Að sögn NRDC, sem eru samtök sem vinna að verndun umhverfisins og dýralífs, þá búa rúmlega 200 mismunandi dýrategundir á svæðinu.